Flokkar
annáll Barnabækur bók Bókahátíð fornbókabúðin fréttir Vangaveltur

Af álum og annálum á ári kanínunnar í Kanínuholunni

Árið 2023 var hið ágætasta í Kanínuholunni þó svo heimsósóminn hafi verið með verra móti. Í holunni byrjaði síðasta ár með bókamarkaði. Það voru merkilega margar gular viðvaranir á sunnudögum í janúar sem virtist hafa jákvæð áhrif á heimsóknartölur. Bóksalinn kynntist merkilegum ljóðabókasafnara að norðan og gestir af yngra taginu fóru að venja komur sínar […]

Flokkar
bók

Annum Mirabilis

Ár Kanínuholunnar var svo sannarlega með betra móti. Eftir að alls kyns pestartakmörkunum var lyft. Þrátt fyrir miklar annir hjá bóksalanum, Móheiði Hlíf, tókst henni að halda opnun á sunnudögum langt fram á sumar og svo eftir aftur eftir Berlínardvöl. Páskakanínuholan var opin á föstudeginum langa og laugardaginn fyrir Páska og rann allur ágóði sölunnar […]

Flokkar
bók

holufréttir

Kanínuholan fékk nýja hurð í lok nóvember og náði að hafa opnar dyr á aðventunni sæmilega reglulega. Það birtist lítil grein/viðtal um holuna í Fréttablaðinu sem dró að nokkra nýja gesti. Fastagestirnir góðu héldu áfram að láta sjá sig og hef ég sett upp póstlista fyrir nokkra þeirra til þess að geta frætt þá um […]

Flokkar
bók fundið ljóð dagsins

02.01.2021

Nokkrum dögum fyrir 16 ára afmæli Ísoldar dóttur minnar var ég að taka til hér upp á skrifstofunni minni sem er ekki frásögur færandi. En í þessari tiltekt rekst ég á fína stílabók sem pabbi hafði átt. Ég á reyndar heilan kassa af alls kyns pappírum og hálftómum stílabókum með fáeinum ljóðum í frá pabba. […]

Flokkar
ævisaga

Annáll Kanínuholunnar

Fyrsta ár Kanínuholunnar er um margt merkilegt, ekki síst fyrir það eitt að vera stofnár hennar. En hér á eftir mun ég fara svolítið í persónulegan annál bóksalans í holunni. Í fyrsta lagi var Kanínuholan lengi til í huga mínum, en bara sem fjarlægur draumur. Þegar pabbi minn féll frá fyrir 15 árum síðan var […]

Flokkar
fréttir ljóðajóladagatal

Fréttir

Þríeykið hefur verið að funda stanslaust um opnun holunnar og er frétta um það að vonandi að vænta í næstu viku. Annars eru mikilvægustu fréttir dagsins að bóksali Kanínuholunnar hefur búið til bókmenntadagatal fyrir árið 2021!!! Það er nú komið glóðvolgt úr prentsmiðjunum og verður frumsýnt um helgina. En það er einkar hentugt í jólapakkann. […]

Flokkar
fornbókabúðin fréttir

Bókabúðir í neyð

Frést hefur utan úr heimi að hinar velþekktu bókabúðir Shakespeare & Company í París sem og Strand Book Store í New York séu báðar að heyja lífróður sökum faraldursins og eru þær líklegast ekki einu bókabúðirnar sem eru í slæmum málum. Salan hjá Shakespeare og Co hefur fallið um 80% og hafa þeir beðið alla […]

Flokkar
teiknimyndasögur

Quino allur

ég man ekki nákvæmlega hvenær eða hvernig það kom til að ég hitti Maföldu. líklega hef ég fengið hana á bókasafninu, eða fengið hana lánaða — nema ég hafi hitt hana í uppáhaldsbókabúðinni minni. Þar sem ég ólst upp, í Frakklandi, voru teiknimyndasögur mjög vinsælar og þær voru líkast til uppistaðan í því sem ég […]

Flokkar
Hlaðvarp

Frú Barnaby!

Bóksalinn, moi, ég sjálf í búðinni er einnig með hlaðvarp ásamt listamanninum Auði Lóu Guðnadóttur. Þar sem kanínuholan er lokuð um stund já og næstum allt annað þá er þetta bara fínasta „content“ í þessum furðu veruleika okkar! Annar þáttur í 2. seríu er jafnframt fyrsti þáttur sem við fáum til okkar gest. Ég mæli […]

Flokkar
Tilkynning

Tímabundin lokun á Holunni!

Eftir mikla fundasetu hefur framkvæmdanefnd og yfirstjórn Kanínuholunnar ákveðið að opna ekki aftur fyrr en eftir að gildandi takmörkunum í samkomubanni hefur verið aflétt. Í millitíðinni verður hægt að lesa um framkvæmdir, hilluuppfærslur, fundið ljóð dagsins, umfjöllun um bækur og fleiri fjársjóði hér í Lesbók Kanínuholunnar. Við í Kanínuholunni þökkum auðsýndan skilning og velvilja á […]